17 mars 2008

Góðir hlutir...

...gerast HRATT á þessu heimili... það hefur sannast í gegnum tíðina :)

Við ákváðum í dag að smella okkur í sumarbústað um páskana :) ...Heimi datt í hug að hringja í verkalýðsfélagið... þeir áttu tvo lausa... við hringdum í ma&pa... þau samþykktu... við pöntuðum og borguðum :)

Jú og svo völdum við flottasta rúm í heimi á 5 mínútum... borguðum og fáum það sent á morgun :) veiiii :)

Þannig að... veisluhöldin verða semsagt á Laugarvatni... annars er planið óbreytt... bara staðsetningin sem breytist... (vona bara að gestirnir seti sig ekki á móti því) ....og auðvitað allir velkomnir... opið hús ALLA DAGANA (vona að sem flestir láti sjá sig)

Við familían erum annars búin að vera á allt of miklum þvælingi undanfarið... en samt allt voða skemmtilegt :) ...fórum í barnaheimsókn á föstudag, skírn á laugardag, Dagný Þorgilsdóttir fékk nafnið sitt á sennilega fallegasta degi ársins hingað til, svo smelltum við hjónin okkur í IKEA á sunnudag... náðum aðeins að versla... bara pínu pons... ;)

oooog.... ég er búin að sækja um í KHÍ :) Byrja í haust 2008... enda Haustið 2012 :)

Knús frá okkur
Ings

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá duglega þú að ætla í KHÍ í haust, ætlarðu í kennarann, leikskólakennarann eða???

Spennandi tímar framundan og ég glöð að Ingan verði meira í bænum uppá luncha og svona;)

Þarf að vera í bandi varðandi helgina, rannsóknarverkefnisvinna sem þarf að ljúka ASAP í fullum gangi. Ætla að vera dugleg á skírdag og á föstudag og þá kemst ég vonandi í hitting á laugardag. Verðum í bandi darling!

Knús og kossar, ánægð með framtakssemi Selfihsingana minna;)

Kv Harpa