17 september 2006

Takk Hreyfing fyrir mig

Þá er það afstaðið...ég er officially hætt að vinna í Hreyfingu. Ég verð nú samt að viðurkenna að það er tregablandin tilfinning...

Föstudagurinn var seinasti dagurinn minn...og maður lifandi... var það ótrúlegur dagur!!

Hann byrjaði þannig að ég mætti í vinnuna með nokkrar kökur... 1 risabananabrauð... rúnstykki... osta og kex. Kveðjurnar sem ég fékk frá viðskiptavinunum voru ótrúlegar...maður var hreinlega með tárin í augunum yfir þessu öllu saman. Að sjálfsögðu bauð ég þeim líka ...svona til að þakka fyrir mig, og vakti mikla lukku :)

Eftir að hafa eytt deginum í nánast ekki neitt...nema blaður... þá færði ein ljúfan mín mér risa blómvönd, frá henni og mömmu hennar.... sem ég hef by the way aldrei hitt ;) ... Óskin mín gaf mér fallegt gullhjarta frá Pilgrim og Ágústa sjálf lét færa mér stóran fallegan blómvönd, ásamt 10.000kr gjafabréfi í Kringluna...

Klukkan svo 16.00 þegar vinnudeginum lauk... þá fór Ósk með mig inn í Dekurhorn, af því að þar var ein sem vildi segja bless við mig... Ég fór þangað með henni...alveg grunlaus... og þegar ég kem þangað sé ég blóm og gjafapoka við einn stólinn. Ég fékk semsagt klippingu, litun/plokkun og brúnkumeðferð frá fallega samstarfsfólkinu mínu. Þetta náttúrulega kom hvert af öðru sífellt meira á óvart... og að lokum, þegar ég var orðin brún og sæt, komin úr vinnugallanum... þá fórum við á Grillhúsið...enn og aftur algjörlega clueless... og þar biðu okkar nokkur af vinunum mínum. OH MY GOD hvað þetta varð skemmtilegt... varð mjög fljótt hress...sökum mikillar spennu...og þess að hafa sama og ekkert borðað allan daginn ;)

Við fórum af Grillhúsinu yfir á Glaumbar... þar sem við héldum áfram að blaðra og knúsast... og að lokum fórum við Ósk á Pakkhúsið hér á selfossi... ansi skrautlegar...svo ég segi ekki meira ;)

Ég á hreinlega ekki til orð yfir öllu þessu, maður er bara með tárin í augunum... og já ég sá hvað ég er búin að vera að vinna með dásamlegu fólki. **snökt** hef bara aldrei vitað annað eins...

ELSKU HREYFINGARFÓLK!!

Takk takk takk fyrir mig... það er eiginlega ekki hægt að þakka nóg fyrir sig...
ég elska ykkur öll sem eitt...þið hafið öll ykkar yndislegu sérkenni, hvert fyrir sig...haldið þeim og verið áfram svona yndisleg. Ég á eftir að sakna þess að hitta ykkur ekki á hverjum degi...

Það að hafa unnið í Hreyfingu í þessi tæpu 3 ár hefur gert mig að betri og sterkari manneskju. Ég hef kynnst ótalmörgu dásamlegu fólki, sem hefur kennt mér margt um ágæti sjálfrar mín, sem og hvað fólk getur verið dásamlegt...óháð stöðu eða einhverju öðru.

knúsingur frá mér... brúnu og fínu...
Ings :)

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vává og aftur vá! En æðislegt...ekkert smá yndislegt að fá svona kveðjuathöfn..já eða heilan kveðjudag, kveðjugjafir og ég veit ekki hvað og hvað. En ég meina, ÞÚ ÁTTIR ÞAÐ SKILIÐ!

Sjálf á ég nú Hreyfingu margt að þakka, ef ekki fyrir þennan blessaða vinnustað..þá hefði ég aldrei kynnst Ingunni minni;)

Knús og aftur knús. Hlakka til að sjá ykkur mæðgur á morgun.

Kv.Harpa

Nafnlaus sagði...

Don't cry for me Argentína... Dagur 2 án þín er nú ekkert spes, verð að segja það.. lítið að gera og sona, svo er ég svo rosalega slöpp í öxlunum og ENGINN til að strjúka mér :( :( þetta er hreint út sagt grátlegt... en vonandi hefur þú það gott sætust með snúllunum þínum... heilsukveðja:) ps: þú kannski skilar því til hennar Hörpu, að það er spurning hvort hún vilji ekki láta loka kortinu sínu vegna ENGRAR NOTKUNAR :) :) HEHEH

Nafnlaus sagði...

Hey Kiddý! Ekkert svona...ég er sko.....ok...ég hef engar afsakanir. Ég kem when the time is right;)

Þangað til..knús frá mér (já og Kristínu Maríu)

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mín.. Já þetta hefur aldeilis verið skemmtilegur dagur og ég tala nú ekki um að Ósk hafi endað með kortið þitt.. Humm... Gott að það var gaman :) ég skemmti mér reyndar mjög vel líka á föstudaginn en það er önnur saga að segja frá ;)

Já þín er alveg saknað og áðan þegar ég sló létt á öxlina hennar Þórhildar þá sagði hún strax "ahh hvað það vantar nuddið hennar Ingu núna!!"
Takk fyrir samstarfið sæta mín og vonandi eigum við nú eitthvað eftir að sjást
Hafðu það gott heima með snúllunni
Kveðja
Drífa

Nafnlaus sagði...

vá... sjitt það er ekkert annað..;) ég væri nú alveg til í að fá svoan..;) allavegana brúnkumeðferð og kökur..;) þá er ég sátt..;)haha:D
en æætlaði bara að heilsa uppá þig..;)
séþig..;D
-Berta:D

Nafnlaus sagði...

ÉG VIL FÁ INGU MÍNA NÚNA... (snökt snökt snökt)...

Nafnlaus sagði...

Elsku krúttlurnar mínar :) Ég á sko eftir að láta sjá mig þarna...það er nokkuð ljóst... enn og aftur takk fyrir mig...

Saknaðarknúsingur frá mér :)

Ings

Nafnlaus sagði...

Já og Drífa mín... þú getur ekki ímyndað þér hvursu fegin ég var að sjá þig í heilu lagi á mánudag :) Gott að þetta fór nú svona rosalega vel... Maður var nú hálf smeikur...
Knúsingur
Ings

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín, takk kærleg fyrir kveðjurnar á síðunni minni :) Gaman að rekast á síðuna ykkar, vertu nú duglega að blogga svo maður geti fylgst með hvað á daga ykkar drífur :) Kær kveðja, Sólveig

Nafnlaus sagði...

vaá það er aldeilis ... en ég veit það er alltaf erfitt að hætta í vinnu þar sem manni hefur liðið vel og átt góða vini ... sérstaklega þetta með vinina ;)

Hvað ertu annars að fara að gera núna ... jæja ég fylgist bara með hér inni :)

Knús frá London