Nú er að verða kominn mánuður síðan ég hætti að vinna... og elska ég þetta nýja líf mitt eða hvað... auðvitað sakna ég vina minna í vinnunni... en þau forréttindi að vera heima með barnið sitt... eru bara ómetanleg.
Ég er að upplifa lífið með barninu mínu á allt annan hátt en sem mjaltavél fyrstu fimm mánuðina hjá barninu. Þessi tími með prinsessunni er frábær... það er allt að gerast, orðaforðinn fer ört stækkandi, skapið breytist hjá henni, húmorinn þroskast og það besta er að hún er farin að gefa sér smá tíma til að knúsast...ekki leiðinlegt það :)
Hún fer reyndar á leikskóla í desember, en það er líka mjög gott, við verðum búnar að fá góðan tíma saman, og þá kemst hún í þá rútínu sem hún verður í næstu 4 árin.
Þessi tími nýtist líka í verkefni sem hafa lengi setið á hakanum, skipulagið í skápunum, bókhaldinu og margt annað. Ég hafði hugsað mér að setjast niður eitthvað kvöldið og föndra smá... ef einhverjir vilja vera memm... þá er það ekki ónýtt :)
Svo vil ég bara minna á enn og aftur að það eru eingöngu 45 mínútur hingað á selfoss... svona fyrir þá sem gætu hugsað sér að skella sér á rúntinn :)
Bið að heilsa í bili :)
knúsingur frá hamingjusömu húsmóðurinni handan heiðar :)
love u all :)
Ings
Engin ummæli:
Skrifa ummæli