Já...kominn tími á blogg...?
Þetta eru búin að vera yndisleg jól í svo gott sem alla staði :)
Þau eru líka búin að vera eiginlega tölvulaus :)
Aðfangadagur var mjög vel heppnaður, góður matur...alltaf góð stemning, og prinsessan að kafna yfir öllu :) ...henni fannst hún vera æðisleg...maturinn góður...öll ljósin og skrautið...og svo auðvitað pakkadýrðin. Hún var gríðalega spennt þessi jólin yfir pökkunum sínum. Hún gaf sér samt góðan tíma með hverjum og einum, skoðaði hann vel áður enn ráðist var á hann...og tók svo varlega utan af honum allan fallega pappírinn...og borðana :) ...þegar að innihaldinu var komið heyrðist (við hvern einasta pakka) VÁÁÁÁ....HAAAAA.....SJÁÐU..... þannig að já það var kostuglegt að fylgjast með litlu dömunni :) ...við fengum svo nokkrar gjafir líka sem hittu í mark :)
Aðfangadagsnóttin var hinsvegar ekki spennandi....og ekki jóladagur fyrir mömmuna....þar sem ég náði mér í tveggja daga pest....og ældi öllu...og borðaði ekkert að ráði fyrr en að kvöldi annars í jólum.... og er svosum ekkert að kvarta yfir því ;)
Ég er rosalega hamingjusöm með gestaganginn sem hefur verið hér, enda veit ég ekkert skemmtilegra en að fá vini mína í heimsókn :)
Heimir og Ragna Bjarney eru bæði búin að vera heima núna á milli jóla og nýárs, gerðum tilraun á miðvikudag að setja Rögnu á leikskólann...héldum að við værum að gera henni voða greiða...en nei.... mín vældi meira og minna allan daginn...þannig að við ákváðum að gefa henni frí þangað til eftir helgi...en þá byrja ég líka að vinna :)
Tinna og Ingi eru flutt í nýtt hús...voða huggulegt og kósý...og óskum við þeim innilega til hamingju með það :)
En núna er stutt í mat... kjúklingurinn er í ofninum... prinsessan sefur ennþá... og ég þarf að pillast í huggulegri föt :) ...ég læt þetta því duga í bili... kem svo með uppgjörið á morgun sennilega :)
Ég bið ykkur vel að lifa og þakka allar góðu stundirnar á árinu sem er að lifa...
Knús og kossar
Gleðilegt nýtt ár :)
Ingapinga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli