14 janúar 2007

Allt gott bara...

Janúar er hálfnaður...

Jörðin hér er snævi þakin... skaflar upp á mið hús og ófært út á svalirnar hjá mér :) Veðrið er hinsvegar dásamlegt og þess vegna fjárfestum við í snjóþotu handa prinsessunni og skelltum okkur í göngutúr í morgun. Fengum Einar Breka og Fjölskyldu með okkur og var það gríðarlega vel heppnaður túr. Börnin nutu sín í botn á fleygiferð á fínu þotunum sínum.

Ég er svo byrjuð að vinna hér á Selfisssh... Valdi mér í þetta skiptið að vinna á leikskólanum hérna í bakgarðinum... og verð að segja að það er ágæt nýbreytni... fékk reyndar gylliboð frá Vestmannaeyjabakaríinu... vaktstjórastaða...en ég ákvað að nú væri kominn tími á breytingar... og ég verð að segja að þetta er ljúft... er á deild með yngstu börnunum... byrja daginn á kaffipásu í 20 mín.... sest svo niður og púsla í hálftíma... sit svo og horfi á börnin borða ávöxt... klæði þau svo út og er úti í um klukkutíma... þá drífum við allt liðið inn... syngjum með þeim í smá stund... borðum... og svo leggjum við okkur í þrjú korter... kaffi aftur í 20 mín... og aftur dund...púsl og svona.... já þetta er svoldið annað umhverfi en maður á að venjast... Mjög ljúft... :)

Prinsessan er hæstánægð á sínum leikskóla... orðaforðinn orðin þvílíkt stór... og hún dafnar og blómstrar :)

Ég byrja á Rope Yoga námskeiði 23 jan... tvisvar í viku...kl 6.00... jamm nú tekur maður á honum stóra sínum... í framhaldinu ætla ég að mæta í nokkra næringartherapíu tíma og athuga hvort ég eigi einhverja von ;) ... It's now or never...!!

Annars er að vanda tóm sæla og hamingja á þessu heimili... eina sem við erum í ströggli með er: eigum við að fara til USA í viku... eða eigum við að kaupa nýtt húsnæði?? ... stórt er spurt...

En annars er ég ekki hætt að spá í Playdate-i... Henný og Harpa... Laugardagar á næstunni?? ... Henný...jólakortið þitt hefur verið í bílnum síðan löngu fyrir seinasta planaða deit.... og fer það í póst... NEIBB... þetta árið skilar kortið sér...jafnvel þó það sé í seinna fallinu... ;)

Ég bið ykkur þá bara vel að lifa...

Knús og kossar

Ings

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

UUSA USA USA USA USA....áttirðu von á öðru frá mér????;)

Annars er ég farin að hlakka til hins langþráða hittings okkar. Ég held alveg örugglega laus velflesta laugardaga....

Kossar og stóóóórt knús,
Harpa Ameríkufan