28 janúar 2007

Janúar að verða búinn...

Lífið gengur sinn vanagang... janúar alveg að verða búinn...

...Leikskólavinnan er fín... rólegheit á alla kanta... sem er bara notalegt :)
...Prinsessan dafnar fínt...og með stækkandi orðaforða styttist í að hún geti farið að svara foreldrunum fullum hálsi... ;)

...Fór í partý hjá Gúu minni í gærkvöldi... og hitti alla...eða næstum alla vini mína úr Hreyfingu... og ég verð að segja að ég skemmti mér betur í gærkvöldi en ég hef gert í langan tíma... það sem manni getur þótt vænt um þetta yndislega, fallega fólk :) ...takk fyrir kvöldið elsku snúllurnar mínar :) ...þegar við svo komum heim í nótt... þá var maður alveg búinn á því... ekki lengur með mikið þol fyrir svona tjútti... ellin færist nær og nær ;) hihi

Næstu tvær helgar verða svo óvenju busy... næsta helgi byrjar á föstudagskvöldinu með familíu hitting hjá fjölskyldu Heimis... svo á laugardeginu stefnir allt í langþráðann hitting við ljúfurnar mínar Hörpu og Hennýju... og ofursætu snúllurnar þeirra Ísabellu Nótt og Kristínu Maríu... það verður pottþétt nóg að gera með þessar þrjár vel virku og hressu skvísur... Hlakka BARA til :)

Þarnæstu helgi verður svo árshátíð hjá Byko... gistum á hóteli í bænum og huggulegheitt :)

Þannig að það stefnir í nóg að gera næstu vikur...

Knús og kossar

Ings

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður er alltaf að rekast á eitthvað nýtt!! spurning hvort þið þekkið mann á árshátíð Bykó á broadway um helgina hehehe bestu kveðjur frá liðinu á Congó já og úr Reykjavíkurhreppi. :)