16 febrúar 2007

tíminn líður hratt, á gervihna.....

Díses hvað dagarnir líða fljótt :) ...sem er eiginlega bara gott...þýðir að það er bjartara með hverjum deginum sem líður :) ...það munar nefnilega eiginlega öllu að það er farið að birta þegar við Ragna förum út á morgnana...og það er ennþá bjart þegar við erum búnar á leiksskólanum :)

Svo náttúrulega styttir það bið í margt annað í leiðinni ;)

Um seinustu helgi skelltum við hjónakornin okkur á árshátíð hjá Norvik...en það er Bykoveldið...Elko...Húsgagnahöllin...intersport...og eitthvað fleira :)

Veislan var haldin á Broadway...og get ég eiginlega ekki sagt annað en að hún hafi heppnast vel... Reyndar var maturinn ekkert spes... í forrétt var eiginlega hrá risahörpuskel...sem lyktaði ekkert voðalega vel...vægast sagt... þannig að ég borðaði það ekki... Svo var lambaeitthvað í aðalrétt...og allavega var minn biti ansi spekaður ;)... þannig að Heimir naut góðs af því... sósan þar var samt ágæt... og svo var súkkulaðikaka...heit og blaut í eftirrétt....og vanilluís... og þið ykkar sem þekkið mig sæmilega vitið að þetta tvennt er EKKI í uppáhaldi...þannig að enn og aftur naut bóndinn góðs af ;)...hann er svo vel giftur þessi elska ;)
Skemmtiatriðin voru hinsvegar mjög góð...Björgvin Frans eiginlega ógeðslega fyndinn...og svo var papaball eftir allt saman...og ekki hægt að segja annað en að þeir haldi uppi stuði drengirnir :)
Við Heimir drógum svo Tinnu og Inga á rúntinn í bæinn...svona bara upp á fönnið... og var það bara mjög skemmtilegt....notalegt að taka svona gamaldags rúnt einu sinni :) ...gistum svo á hótel íslandi um nóttina... en vorum svo vakin kl 8 um morguninn þar sem prinsessan ákvað að halda ömmu sinni og afa vakandi alla nóttina...og vantaði þeim smá svefn.

En annars gríðarlega vel heppnað kvöld... kynntumst betur skemmtilega fólkinu sem vinnur með Heimi...og mökunum og gátum verið kærustupar svona einusinni :)

Við Ragna erum svo að ná okkur af þessari kvefpest... búið að vera frekar leiðinlegt en allt á góðri leið :)

Ég er líka búin að vera dugleg að mæta í Rope Yoga... drulluerfitt...en ótrúlega gott... og mataræðið bara í nokkuð góðum farvegi :)

í kvöld fórum við konurnar á deildinni minni á leikskólanum á Kaffi Krús... fengum okkur að borða... hvítvín og bjór...og sódavatn og sátum svo bara og spjölluðum :) ...voða notaleg kvöldstund... enda nauðsynlegt að kynnast fólkinu sem maður er með 40 stundir á viku... :)

Helgin framundan er eiginlega svoldið óskrifað blað... eða allavega laugardagurinn... Heimir er að vinna til 4... Kannski að það verði eitthvað úr playdate-i þessa helgina...?? En sunnudagurinn er svo planaður fyrir afmæli hjá honum Degi Inga...sem átti afmæli í gær...á Valentínusardag :)

Valentínusardagurinn var ekkert voða rómó... Heimir gaf mér nú samt fallegar rósir....en ég er ekki búin að gefa honum neitt ennþá ;) Svo verður nú kannski eitthvað skemmtilegt á sunnudag :)

Well... man nú ekki eftir neinu fréttnæmu í viðbót...þannig að ég held að ég hunskist í rúm!

Knús og kossar
Ingapinga

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dóttirin með barka og berkjubólgu, þannig að það verður lítið úr playdate-inu þessa helgina;(

Alltaf gaman annars að lesa blogg frúarinnar (já frúarinnar). Gott að heyra að það var gaman á árshátíðinni. Þú hefur hins vegar einstaklega skrýtinn smekk á mat. Pældirðu ekkert í því að láta MIG sækja eftirréttinn á Hótel Íslandi??? Mmmm......

Með matarástskveðju,
Hömlulausa ofætan Harps.