16 apríl 2007

Í dag....

...Eignaðist ég fallegt endaraðhús, sem stendur við Gauksrima 23 ... það er með þremur svefnherbergjum, forstofu, þvottahúsi, holi, stofu, eldhúsi og búri/geymslu inn af eldhúsinu :) ...upphituð stétt fyrir framan húsið... fallegur garður og fallegur vel afgirtur pallur... með potti... sem by the way tekur aðeins 10 mín að fyllast...og er með ljósum :)

Ég kem til með að flytja þann 1. júní... og er öll hjálp meira en vel þegin :) ...ég þarf ekki að mála...ekki skipta um gólefni... eða almennt bara neitt.... jú reyndar ætlum við að mála ormaherbergin í viðeigandi litum... bleikt fyrir prinsessuna... og **** fyrir bumba litla :) en annað verður það ekki ... svo er planið bara að liggja í pottinum og verða brún fyrir burð :) Anyone who wants to join... gjörið svo vel segi ég bara...

Ég er svo í tilefni þessa að leyta mér að Lazy boy stól... á góðu verði... tími eiginlega ekki... svona þar sem ég eyddi öllum 3 milljónunum mínum í dag... að kaupa stól á 50 þús í húsgagnahöllinni... nú ekki nema það sé einhverjum sem þykir ofsavænt um mig og vilja gefa mér svoleiðis þá afþakka ég ekki ;) ...sniðugt fyrir hópa... þið finnið út úr því sjálf veit ég ;)

Ég er ansi kát með þetta allt saman... enda búið að taka vel á...

*Knús og kossar*
Frú Inga raðhúseigandi :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta
Innilega til hamingju með húsið... með potti og allt, það verður sko pottapartý hjá þér í sumar.
Annars er aldrei að vita nema ég geti reddað þér lazy boy stól annað hvort að láni eða gegn vægu verði, ég læt þig vita.
Og þar sem ég er nú ekki oft austan heiða þá endilega give me a call þegar þú ert í bænum.
Kv. SÁ

Nafnlaus sagði...

úúúúú! mikið hlakka ég til að koma í heimsókn næst ;) innilega til hamingju með þetta! þið eigið allt gott skilið...þið eruð svo mikil yndi! vonandi heilsast ykkur vel og inga mín, láttu nú aðra um erfiðið! þú og bumbi slakið bara á í pottinum á meðan ;)
knús
***

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með húsið sæta mín :* hlakka til að sjá ykkur á laugardag.. knús!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýja húsið krakkar mínir, það verður örugglega gaman að koma í heimsókn þangað eins og á gamla staðinn.
Bifrestingarnir