Vinna á morgun... get ekki sagt að ég sé alveg reddý fyrir það... en það er nú víst ekki málið...
Þessi páskahelgi var voða skemmtileg...
Við familían skelltum okkur á Akureyri til að fylgjast með Kristjönunni minni keppa í fitnessinu á laugardag. Við lögðum af stað eftir ferminguna hjá Tinnu systir á fimmtudagskvöldið... og lentum á Akureyri rétt eftir miðnætti. Kristjana var rosalega flott á sviðinu og er ég svo stolt af þessum flotta árangri hjá henni... hver fer upp á svið hálfnakinn fyrir framan...ja... slatta af fólki ;) ...Ragna Bjarney var alveg til fyrirmyndar... sat still á meðan við horfðum á vaxtarræktarmót á föstudagskvöldinu... var algjör engill a meðan við fórum út að borða með öllu liðinu á laugardagskvöldinu (til rúmlega ellefu nota bene) og bæði leiðina norður og svo aftur suður heyrðist ekki í henni. Þetta er samt rosa mikið ferðalag fyrir svona lítinn kropp... og get ég alveg viðurkennt að við erum hálfþreytt... bumban líka ;) ...en þetta var fyllilega þess virði að fylgjast með vinkonunni stíga þetta gríðarlega skref og sigra þar með erfiðasta andstæðinginn... sjálfa sig :) ...Svo náttúrulega óska ég Valdísi líka til hamingju með flottan árangur hjá henni :)
Dagurinn í dag var svo ekki alveg eins og hann var planaður... en við enduðum í smá ferðalagi austur í Skóga... skoðuðum eitthvað safn þar með ma og pa... og Tinnu og co... og fengum okkur svo smá í gogginn á Hvolsvelli. Gamla settið fengu svo Rögnu lánaða og fóru í heimsókn með hana til bróður hans pabba. Við notuðum tækifærið og fórum í Bónus og svo heim til að undirbúa smá matarboð fyrir vinafólk.
Helgin var semsagt voðalega skemmtileg... en allt gott tekur svo enda... og hversdagslífið tekur við strax á morgun... oooo... hefði svo verið til í allavega einn dag í viðbót :)
Knús og kossar...
Akureyrarfarinn
1 ummæli:
enn og aftur þúsund þakkir fyrir að koma og vera þarna með mér:* það var yndislegt að hafa ykkur! Knús og kossar
Skrifa ummæli