Þá er drengurinn tveggja vikna...
...að hugsa sér að á þessari stundu fyrir tveim vikum hélt ég ekki haus... og aðeins um klukkutími í prinsinn :)
Já þetta er allt of fljótt að líða, en það gengur allt vonum framar. Drengurinn fékk nafnið Þorgils Bjarki á sunnudaginn seinasta, og held ég að allir meðlimir fjölskyldunnar séu mjög sáttir við það :)
Það er yndislegt að vera svona öll saman í fríi og njóta þess að vera til.
Við fórum út í fyrsta skipti á þriðjudaginn, og erum búin að vera dugleg að fara í göngutúra síðan þá. Veðrið er náttúrulega búið að vera fáránlega gott, en í gær kom rigningin, og ekki kvarta ég, það er fátt notalegra en göngutúr í smá rigningu :)
Við erum búin að fá fullt af heimsóknum, og Þorgils Bjarki búinn að fá haug af fötum... sem var náttúrulega mikil þörf á...þar sem að það sem til var...var bara bleikt :)
Við erum svo hamingjusöm með heimsóknirnar og Þökkum við svo innilega fyrir okkur :)
Knús og kossar frá fjögurra manna fjölskyldunni :)
Ings
1 ummæli:
við getum ekki beeeeeeeðið!!! hann er svo FALLEGUR!!! og fleira blátt á leiðinni þannig að ekki örvænta ;)
knúsingur
***
Skrifa ummæli