29 september 2006

og meira um umhverfið :)

...og fyrst við erum nú á annað borð að ræða umhverfismál, þá verð ég að viðurkenna það að ég hef aldrei komið til Vestmannaeyja :oS

Ég er alveg á því að ef það myndi kosta kannski aðeins minna að skella sér í eyjuna fögru, þá væri ég búin að láta verða af því.

Hvernig stendur eiginlega á því að það á að leggja niður annan af tveim samgöngukostum í íslenskt byggðarlag?? Um allt land á fólk kost á því að keyra til og frá á einkabílum, það getur tekið rútu, nú eða það getur flogið (allavega eru flugvellir í öllum landshlutum). Frá Vestmannaeyjum gengur dallur örfáum sinnum á dag...þó ég viðurkenni að ég er nú ekki með áætlunarferðir Herjólfs á hreinu ;) ...en ég veit samt að það er ekki nóg...

Núna skilst mér að það sé eingöngu í boði að fara með Herjólfi ef þú ætlar "upp á land" (eins og það heitir á Vestmanneysku) þar sem að flugleiðin hefur ekki staðið undir kostnaði. Fróðari konur segja mér að flugvöllurinn í Vestmannaeyjum sé sá eini sem hefur ekki ríkisstyrki... Þetta finnst mér með öllu ósanngjarnt, og út í hött.

Ég vona nú innilega að samgöngumál Vestmannaeyinga komist í lag sem fyrst, hvort sem það verður með göngum, brúarbyggingu ;) flugi eða allavega fjölgun áætlunarferða Herjólfs.

Þarna er eingöngu verið að gefa skít í almenn mannréttindi, eingöngu vegna þess að einhverjir peningahvítflibbakallar, sem sennilega hafa aldrei stigið út fyrir Breiðholtið segja að það eigi að vera svona :/

Já krakkar mínir... þessi síða verður pólitískari með hverri bloggfærslunni sem líður ;) ...og þar af leiðandi...þar sem ég er ópólitískasta manneskja í heimi... þá meikar hún sennilega ekki mikið sense... ;)

Annars var þessi færsla tileinkuð fallegasta Vestmanneyingi sem ég þekki...og þekki ég þá nokkra skal ég segja ykkur ;) ...með knúsingi og saknaðarkveðju :)

Ings

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þarna þekki ég þig elskan mín, þetta var eins talað út frá mínu hjarta :0)
Mar verður bara klökkur.. hehe en hvað segiru, vantar þér ekki bara aupair heim til þín..ég er opin fyrir öllum tilboðum!!! :) og ég tala íslensku?? það er ekki sjálfgefið í þessu landi skal ég segja þér...
Þú verður svo að fara að kíkja á eyjuna fögru við tækifæri.. við getum sprangað, horft á sjónvarpið, og kannski sprangað..
hehe og auðvita fullt annað..:) og svona að lokum, þá held ég að það sé einhvað að gerast með þennan blessaða flugvöll :) þannig að allir að krossleggja fingur..
Við heyrumst sæta, og flott blogg :) SAKNAÐARKVEÐJA... :0(

Nafnlaus sagði...

RISA KNÚS... :* :* :* sakna ykkar svo voða mikið....